Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

sunnudagur, júní 20

Tímabilið hálfnað

Þá er skapandi-sumarstarfs-tímabilið hjá okkur hálfnað. Nú breytast áherslur hópsins lítillega. Við höfum verið með mikið kynningarstarf í gangi sl. þrjár vikur, sýnt þaulæfða dansa vítt og breytt um borgina fyrir ólíku fólki og komið fram í fjölmiðlum. Við höldum því starfi auðvitað áfram, en áherslan á þann þátt starfsins mun minnka núna.

Í síðustu viku byrjuðum við að semja dansa og sömdum meðal annars 17.júní dansinn okkar. Næsta vika fer að miklu leyti í það að semja vandaðan, frumsaminn dans sem hópurinn sýnir í Ráðhúsinu 7.júlí. Einnig erum við að skoða samstarf við tónlistarfólk til að troða upp með okkur í Listasafni Reykjavíkur einhverja helgina.

Þessar síðastu vikur hafa verið mjög annasamar hjá hópnum og við höfum komist að því hvað það tekur mikið á að vera í sýningargeiranum og sýna á hverjum einasta degi. En það er líka alveg ofsalega gaman hjá okkur og ég verð að segja, að það er svo frábært fyrir hópinn að hafa fengið þetta tækifæri til að framkvæma hugmyndir okkar og fá að vinna við þær. Alveg einstakt tækifæri. Ég er Hinu Húsinu afar þakklát.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home