Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

mánudagur, júní 7

Sunnudagsæfing

Þetta verkefni er svo spennandi, við dísirnar höfum verið alveg á kafi undanfarna viku og erum alveg að fíla okkur í tætlur. Ég hef lært svo mikið óskilt magadansi á þessarri fyrstu viku, er til dæmis orðin mellufær í html-i, css-i og hex-litum! ... mjög áhugavert!
Annars hófum við þessa viku í dag, á langri magadansæfingu í Magadanshúsinu, undirbjuggum upptoðninga vikunnar og tókum dramatískar búningaákvarðanir.
Nú er bara að standa sig, við höfum fengið svo jákvæð viðbrögð við verkefninu og framundan eru fundir, æfingar, bókanir, sýningar og ljósmyndanir og hver veit hvað fleira?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home