Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

fimmtudagur, júní 3

Fyrsta vikan

Jæja, þá eru hlutirnir að komast á skrið ... erum loksins að skríða uppúr veikindunum og svoleiðis.
Fyrsta vikan hefur verið svolítið ólík því sem við bjuggumst við, en framhaldið mun snúast meira um að semja og æfa magadans og að sýna hann. Við höfum aðallega sótt fundi, rætt skiplulagsatriði, hafið bloggsíðuna, rætt búningahugmyndir, hlustað á tónlist og safnað saman símanúmerum félagsheimilinna og fleiri til að hringja í. En svona vinnu verðum við víst að byrja á til að útkoman á stafinu verði góð.

Hlakka til að byrja að dansa af krafti, Kristína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home