Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

laugardagur, júní 19

Magadans í íslenska þjóðbúningnum

Á Þjóðhátíðardaginn dönsuðum, niðrí miðbæ Reykjavíkur, við frumsaminn slæðudans og umbreyttan hópdans í búningum sem minntu á íslenska þjóðbúninginn við góðar undirtektir. Við höfum ákveðið að endurtaka leikinn á morgun (sunnudag) í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum kl.12 fyrir þá sem misstu af okkur á 17.júní.

Annars munum við líka gera dansinn í dag í Hafnarhúsinu, en þá verðum við bara tvær, sökum anna hjá hinum ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home