Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

þriðjudagur, júní 15

Karatefélagið Þórshamar bjargar Dísunum

Nú þegar standa yfir strangar æfingar í Magadanshúsinu vegna 17.júní, sáum við ekki framá að geta samið og æft 17.júní atriðið okkar í húsinu á skikkanlegum tíma. Magadansdísirnar leituðu því til Karatefélagsins Þórshamars til bjargar, sem eru bara í næsta húsi, og þeir réttu fram hjálparhönd.
Þórshamar við erum í þakkarskuld við ykkur, þið eruð æði. Þvílíkir öðlingar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home