Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

föstudagur, júní 11

Flippað Föstudagsflipp

Það var alveg magnað að sýna á Lækjartorgi, við sýndum sömu fjölbreyttu dagskrána tvisvar með klukkutíma millibili. Í fyrra skiptið var góður slatti af fólki á ferli en í seinna skiptið fannst mér torgið hreinlega fyllast af fólki. Þarna var fullt af ljósmyndurum, ég veit að tveir voru allavegana frá Hinu Húsinu og Morgunblaðinu en svo kom einhver sjónvarpsstöð og tók okkur upp að dansa!!!... kannski að maður verði í fréttum á RUV, aldrei að vita???
Þetta var svaka fjör, og ég hlakka bara mjög til þess að endurtaka leikinn 25.júní!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home