Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

fimmtudagur, júní 10

Vesturbæjarlaug

Það var æðisleg tilfinning að vera á bakkanum á Vesturbæjarlauginni í gær og dansa utandyra í dýrðarveðrinu sem þá var. Þótt það hafi gengið mjög vel þá vorum við því miður bara þrjár, en Hrafnhildur er enn heima með hita!
Við fengum mjög breiðan og skemmtilegan áhorfendahóp, skólunum var greinilega lokið, þannig að laugin var full af krökkum, sem voru að hefja sumarfríin sín, eldri fastagestum laugarinnar og fleira fólki og viðtökurnar voru æðislegar.
Þegar við mættum á staðinn, var ljósmyndari Músarholunnar mættur á svæðið, eins og um var rætt, en þar var líka ljósmyndari Fréttablaðsins, okkur alveg að óvöru. Þegar við höfðum dansað það sem við höfðum ákveðið að dansa þarna á bakkanum og lögðum af stað í humátt að búningaklefunum, vorum við beðnar að dansa meira ... svo að við skelltum okkur bara aftur í dansstellingarnar og héldum áfram. Sem betur fer hafði ég óvart tekið með mér meiri tónlist.
Þetta var æðislegt, þetta sumar er æðislegt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home