Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

miðvikudagur, júní 9

Ballið byrjar

Jæja, þá byrjar ballið, við hefjum sýningarlotuna í dag og hún helst vonandi í einni strikklotu til 7.júlí. Þetta gengur alveg vonum framar hjá okkur, við erum bókaðar með "gigg" alla daga fram til 19.júní og í dag verður prófraunin í Vesturbæjarlaug kl.14 ... kannski að við ættum samt að taka okkur 1-2 frídaga á tímabilinu, þar sem við sýnum ekki, en æfum bara ... eða förum í sund?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home