Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

þriðjudagur, júní 8

Ljósmyndasessjón

Við Magadansdísirnar fórum á heillangt ljósmyndasessjón í dag (í gær). Ljósmyndari Músargildru Hins Hússins kom í Magadanshúsið, þar sem við stilltum okkur upp, í eyðimörkinni, í fullum skrúða, en myndirnar verða meðal annars notaðar í Grapevine sem á að koma út á föstudaginn!
Eftir að ljósmyndarinn fór, héldum við sessjóninu áfram, vegna þess að Sunna hafði komið með myndavélina sína. Við vorum mjög lengi að, loksins fengum við stelpu, sem var að bíða eftir að æfing hjá Josy byrjaði, til að smella af (fullt af) myndum af okkur öllum saman.
Aumingja Hrafnhildur var alveg að mygla vegna þess að hún var orðin veik og komin með hita ... en hún var algjör hetja að halda þetta út með okkur.
Svo koma myndirnar vonandi bara sem allra fyrst inná síðuna hjá okkur!

1 Comments:

At 8. júní 2004 kl. 15:15, Anonymous Nafnlaus said...

Hva.. rosalega ferð þú alltaf seint að sofa ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home