Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

miðvikudagur, júní 16

Minnisleysi

Við komum fram í Ísland í bítið í morgun. Þar dönsuðum við bæði og töluðum .... eða ég talaði réttara sagt. Ég talaði og talaði, en ekki um það sem ég ætlaði að tala ... ég sagði frá Hinu Húsinu og Magadanshúsinu og svo talaði ég um magadans almennt, kynnti svo dansinn sem við vorum að fara að dansa ... en gleymdi alveg að segja það sem við komum í þáttinn til að segja. Við vildum nefnilega auglýsa Listasafnssýningarnar okkar allar helgar fram að 4.júlí. Ég gleymdi meira að segja að segja frá heimasíðunni okkar, sem hefði kannski reddað mér smá!!!

Viljiði gera mér greiða, þeir sem lesa þetta, komiði endilega í Listasafn Reykjavíkur um helgina og sjáið okkur dansa í:
Hafnarhúsinu á laugardaginn klukkan 14 og
Kjarvalsstöðum á sunnudaginn klukkan 12 ...

Takk Kristína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home