Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

þriðjudagur, júní 15

Fjölmiðlafár

Vá, við erum ekki búnar að vera nógu duglegar að fygjast með fjölmiðlunum. Við höfum víst verið voða mikið í þeim undanfarna daga, ég hef séð tvær myndir af okkur í blöðunum en frétt af fleiru, þetta er listi yfir þá fjölmiðla sem ég veit að við höfum birst í:

Fréttablaðið - mynd frá því að við dönsuðum á bakka Vesturbæjarlaugar
Grapevine - uppstillt hópmynd af okkur sem ljósmyndari Hins Hússins tók
Morgunblaðið - mynd frá Föstudagsflippinu þar sem við dönsuðum á Lækjartorgi
Sjónvarpið - mynd af okkur að dansa á Lækjartorgi í lok fréttatímans
Stöð 2 - myndir af okkur að dansa á meðan fjallað var um Föstudagsflippið

Á næstunni:
Stöð 2 - við munum dansa í Ísland í bítið í fyrramálið
Séð og Heyrt - þar koma myndir og umfjöllun um hópinn bráðum

Og hver veit hvar við komum svo fram næst ...

1 Comments:

At 25. júní 2004 kl. 09:11, Blogger Kristína said...

Meiri athygli:

Fréttatilkynning í Fréttablaðinu með mynd frá Kjarvalsstöðum
Grein í Séð og heyrt
Lítil klausa í Birtu

 

Skrifa ummæli

<< Home