Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

föstudagur, júní 25

Endurnærðar

Jæja, þá höfum við tekið okkur smá sýningarpásu og erum endurnærðar fyrir vikið. Sýningardagskráin hefst aftur hjá okkur í dag. Í sýningarpásunni náðum við að æfa okkur og bæta inn nýjum dönsum og gera dagskrána okkar enn fjölbreyttari ... en við höldum náttúrulega áfram að sýna hina dansana okkar líka, ásamt þjóðbúningadansinum vinsæla sem við sömdum fyrir 17.júní.

Það hefur verið staðfest að ekki verður af Föstudagsflippinu hjá úti-hópunum á Lækjartorgi í dag sökum veðurs .... en í staðin verðum við í Kringlunni!!! Það verður ekkert smá gaman að koma fólki þar á óvart!

Við vonum bara að enginn verði stórsvekktur, standi í rigningunni á Lækjartorgi og bíði eftir því að Magadansdísirnar stígi á stokk! ... :)

1 Comments:

At 25. júní 2004 kl. 20:31, Anonymous Nafnlaus said...

Það var mjög sérstakt að vera stödd í Kringlunni og heyra seiðandi kunnulega tóna allt í einu. Gaman að sjá ykkur í svona öðruvísi umhverfi. Ég littla dans"systir" ykkar var voðalega stolt af ykkur, þið standið ykkur svo vel. Flott líka hvernig þið berið boðskapinn út meðal fólksins. Klapp fyrir ykkur.

kveðja
Dagbjört Rashida :)

 

Skrifa ummæli

<< Home