Magadansdísirnar

Magadansdísirnar voru, meðal annarra, valdar af Hinu Húsinu til að vera á starfslaunum hjá Reykjavíkurborg í sumar við skapandi sumarstörf. Við sömdum og æfðum dansa og tróðum svo upp víðs vegar um borgina, almenningi oft að óvöru. Tilgangurinn hjá okkur var bæði að fræða og skemmta almenningi með þessu fallega listformi. Þessi síða er heimild um þá vinnu sem við unnuð í sumar. Magadansdísirnar eru nú, eftir sumarstarfið, aftur orðnar hluti af sýningarhópi Magadanshúss Josyar Zareen.

föstudagur, ágúst 20

Menningarnæturdraumur

Nú líður senn að Menningarnótt okkar borgarbúa með tilheyrandi lífi og fjöri. Borgin mun iða af menningu og látum við Magadansdísirnar þátttöku í gleðinni að sjálfsögðu ekki framhjá okkur fara. Við munum dansa á háalofti Hins Hússins, en húsið verður troðfullt af uppákomum hinna ýmsu sumarhópa Hins Hússins langt fram á kvöld.

Þetta verður svanasöngur okkar Magadansdísanna í samstarfi við Hitt Húsið í sumar og munum við því vera með einskonar yfirlitsmagadanssýningu yfir hluta af því besta sem við sýndum á þeirra vegum í samstarfinu.

Við dönsum tvisvar, fyrst kl.16:25 og stendur sýningin yfir í tæpan hálftíma. Svo endurtökum við prógrammið kl.17:55.

Við vonum að það eigi allir eftir að njóta næturinnar í borginni út í yrstu æsar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home